Freisting að fresta andláti

Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Anna Svava Knútsdóttir sameina krafta sína í nýjum tvíleik eftir Marie Jones, höfund leikritsins Með fulla vasa af grjóti sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu. Leikritinu er leikstýrt af höfundinum sjálfum, Marie Jones.

Leikritið Fly Me To The Moon var frumsýnt fyrir skömmu í Kassanum í Þjóðleikhúsinu.

Ólafía Hrönn og Anna Svava mæta til Lindu Blöndal í 21 í kvöld, fimmtudaginn 11.október.

Þetta er bráðskemmtilegt verk um tvær ómenntaðar láglaunakonur frá Belfast.  Þær Francis og Lorettu sem eru starfsfélagar og vinkonur og vinna við heimaaðhlynningu gamalmenna í þessu tilfelli 84 ára gamals manns sem er mikill aðdáandi Franks Sinatra. Leikritið gerist heima hjá gamla manninum.

Nú svo kemur freistingin til að bæta svoldið miklu í kjör sín þegar karlinn drepst í upphafi verksins.