Fráskilin kona sá vin sonar síns á tinder: „það kom instant „match“ um leið“ – konur jafn sólgnar í kynlíf og karlar

„Svo var ein sem kom til okkar um daginn. Hún var greinilega fráskilin. Hún endar á því að spyrja okkur, þegar hún var að „svæpa“ Tinderinn, að spyrja okkur álits. Svo segir hún, heldur þú að þetta sé ekki vinur sonar míns. Og það kom instant match um leið! Ég veit ekki hvernig það fór. Hún byrjaði að spjalla við vin sonar síns, sem var jafn perralegt og það var líka fyndið.“

Í gömlu klippunni ætlum við að rifja upp þegar Björk Eiðsdóttir sem stýrði þættinum Kvennaráð heimsótti barþjóninn Sveinn Rúnar Einarsson til að forvitnast um tilhugalíf Íslendinga á barnum. Í þættinum fjallaði Björk einnig um hlutskipti að lifa án maka eftir fertugt og þar kom einnig fram að konur eru alveg jafn sólgnar í kynlíf og karlar, en allan þáttinn má sjá hér neðst í umfjölluninni. Í þættinum voru einnig þær Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona og ráðgjafarnir Linda Baldvinsdóttir og Gerður Arinbjarnardóttir sem tjáðu sig um stefnumótamarkaðinum eftir fertugt. Þegar talið barst að því hvort einungis karlar væru að leita sér að einnar nætur gamni á stefnumótaöppum sögðu þær stöllur að það væri ekki endilega munur á kynjunum hvað þetta varðar, eða eins og Elva Ósk orðaði það í þættinum:

„Talandi um kynlíf, þá held ég að konur séu alveg jafn mikið á höttunum eftir kynlífi og karlmenn.“

Sveinn Rúnar sagði Björk að hann hefði orðið vitni að ýmsu í sínu starfi sem barþjónn. Sveinn Rúnar sagði sagði að margt hefði breyst með tilkomu Tinder og oft heyrðist hljóð í símum gesta sem þýddi að viðkomandi hefði fengið „match“ sem þýðir einfaldlega að tvær manneskjur hefðu litist á hvort annað. Sveinn Rúnar sagði í þættinum:

„Svo var ein sem kom til okkar um daginn. Hún var greinilega fráskilin. Hún endar á því að spyrja okkur, þegar hún var að „svæpa“Tinderinn, að spyrja okkur álits. Svo segir hún, heldur þú að þetta sé ekki vinur sonar míns. Og það kom instant match um leið! Ég veit ekki hvernig það fór. Hún byrjaði að spjalla við vin sonar síns, sem var jafn perralegt og það var líka fyndið.“

Þá sagði Sveinn Rúnar einnig: „Síðan sem ég hef tekið eftir með fólk um fertugt sem upplifir dálítið gelgjuna upp á nýtt. Þau hafa kannski eignast börn um tvítugt og missa af þessum tíma þar sem þú ert kannski meira á barnum en eftir þrítugt og fertugt og eru ný fráskilin. Þau upplifa sig dálítið tvítug aftur og þannig verður fasið þeirra þegar þau eru komin í glas.“

Þá rifjaði Sveinn Rúnar upp aðra sögu:

Svo lenti ég í einu skemmtilegu. Það voru tvær einhleypar vinkonur. Þær komu á barinn á fimmtudagskvöldi og voru í löngu helgarfríi. Held að þær hafi flugfreyjur. Svo kynntust þær breskum körlum á hótelinu sem rekið var samhliða barnum og það endaði með því að þar voru þær alla helgina; voru komnar í föt af þeim, í skyrtur af þeim og völsuðu um hótelið og hótelbarinn og skrifuðu allt á herbergið þeirra,“ lýsir barþjónninn og klikkir út með þessum orðum: „Þær áttu bara svona skemmtilegt fling með þeim. Það var afar gaman. Af hverju ekki.“