Arion-kaupin: framtíðar­sýn of óskýr

Hauk­ur Haf­steins­son, fram­kvæmda­stjóri stærsta líf­eyr­is­sjóðs lands­ins, Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins, seg­ir að skort hafi á upp­lýs­ing­ar um framtíðar­sýn nú­ver­andi eig­enda Ari­on banka hvað rekst­ur bank­ans varðaði.

Það hafi verið meðal ástæðna þess að sjóður­inn, eins og aðrir stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, ákvað að taka ekki til­boði Kaupskila um kaup á hlut í Ari­on banka, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

„Framtíðar­sýn þeirra mætti vera skýr­ari. Svo má segja að stutt sé í skrán­ingu bank­ans á markað ef af henni verður og þá er heppi­legra fyr­ir okk­ur að horfa til þess og halda að okk­ur hönd­um að svo stöddu. Einnig hef­ur það áhrif að fjár­magns­höft­um hef­ur verið aflétt og nú er áhersla okk­ar því meiri á er­lend­ar fjár­fest­ing­ar.“ Þá seg­ir Hauk­ur að m.a. hafi skort á gagn­sæi í sölu­ferl­inu.