Framtíð rússlands byggir á norðurslóðum

„Í mínum huga er ljóst að ríkisstjórnir sem eiga hagsmuna að gæta sjá möguleika Norðursiglingaleiðarinnar ekki lengur sem eitthvert ævintýri úr fortíð, heldur er þetta í nútíð og raunverulegt“. Þetta segir Dr. Anton Vasiliev sendiherra Rússneska sambandsríkisins á Íslandi, en hann var gestur Davíðs Stefánssonar í þættinum Ísland og umheimur sem sýndur var hér á Hringbraut í gærkvöld. Sendiherrann ræddi þar Norðurslóðir, áskoranir og tækifæri.

Á næstu árum er fyrirsjáanleg stóraukning strandsiglinga í Norður-Íshafi vegna olíu-útflutnings og efnahagsþróunar strandsvæða Vestur Síberíu. Þessar siglingar eru fyrir svæðisbundna flutninga og fyrir útflutning frá Norðvestur-Rússlandi. Siglingaleiðin á milli Kyrrahafs og Norður-Atlantshafs mun síðan að öllum líkindum opnast ís-styrktum flutninga-skipum í framtíðinni. Það myndi gjörbreyta flutninga-leiðum á norðurhveli jarðar. Til að mynda styttist sigling frá Yokohama í Japan til Hamborgar í Þýskalandi um 42%.

Norðursiglingarleiðin þjóðarhagsmunir Rússa

Anton Vasiliev segir að vegna hnattrænni hlýnunar séu skipaleiðir Norðurskautsins að opnast fyrir alþjóðaviðskipti. Hann segist skoða þessar siglingar á hverju ári, yfir það tímabilið þegar Norðursiglingarleiðin er opin vegna ísleysis. Með fáum undantekningum lengist sá tími á hverju ári. „Notkun Norðursiglingarleiðarinnar eru hluti af þjóðarhagsmunum Rússlands. Þessir þjóðarhagsmunir eru fyrst og fremst fyrir innlend markmið okkar. Þetta er vegna þess að norðursiglingarleiðin er og verður okkur mikilvæg í að flytja matvæli og aðrar vistir til bæja og þorpa á Norðurslóðum,“ segir hann. „Að auki eyst þar olíu og gasvinnsla, og auðveldasta leiðin til flutninga á þeim afurðum er með Norðursiglingaleiðinni.“

Sendiherrann segir vöruflutningar hafa aukist gríðarleg á Norðursiglingaleiðinni. Árið 2024 verði þessir flutningar 80 milljónir tonna. „Þar verður meirihlutinn fljótandi gas og olía sem unnin er á Norðurskautssvæði Rússlands. Þess vegna erum við opnir fyrir notkun norðursiglingaleiðarinnar og umferð skipa frá öðrum ríkjum. Það er ljóst er þau lönd sem njóta þessa mest eru Kína, Kórea og Japan, og ríki sunnar í Asíu, auk Vestur-Evrópu.“

Að sögn Anton Vasiliev sparar Norðursiglingarleiðin fjármuni, tíma, eldsneytiskostnað og sé mun umhverfisvænni en siglingaleiðin um Súesskurðinn. Undanfarin ár hafi æ fleiri stór skipafélög sýnt siglingaleiðinni áhuga. „Í mínum huga er ljóst að ríkisstjórnir sem eiga hagsmuna að gæta sjá möguleika Norðursiglingaleiðarinnar ekki lengur sem eitthvert ævintýri úr fortíð, heldur er þetta í nútíð og raunverulegt,“ segir hann.

Fyrrum sendiherra Rússlands á Norðurskautssvæðinu

Dr. Anton Vasiliev er doktor í hagfræði. Áður en hann varð sendiherra hér á landi helgaði hann talsverðum hluta starfsferils síns takmörkun vígbúnaðar. Hann var aðstoðarframkvæmdastjóri afvopnunardeildar Rússneska utanríkisráðuneytisins og í meira en fimm ár fulltrúi Rússlands í Afvopnunarráðstefnunni í Genf. Síðar varð hann sendiherra Rússlands á Norðurskautssvæðinu, fulltrúi í Norðurskautsráðinu og í Barentsráðinu. Vladímír Pútín forseti skipaður hann sendiherra hér á landi 2014.

Norðurskautsráðið æ mikilvægara

Ísland á aðild að Norðurskautsráðinu sem er samstarfsvettvangur þeirra ríkja sem liggja að svæðinu. Ísland gengnir þar formennsku 2019 til 2021. Samstarf ráðsins snýr að umhverfismálum, einkum loftslagsbreytingum, álitamálum varðandi nýtingu auðlinda og landakröfum á norðurslóðum.

Anton Vasiliev segir að Rússneska sambandsríkið leggi mikla áherslu á samvinnu innan Norðurskautsráðsins og gagnvart norðurskautssvæðinu almennt. „Á heildina litið er hlutverk Norðurskautsráðsins að verða mun brýnna fyrir Rússland. Mikilvægi ráðsins eykst.“ Hann segir framtíð Rússlands velta að miklu leyti á norðurslóðum. „Hafið í huga að um 20% af rússnesku landsvæðisvæði er á norðurskautssvæðið. Um fjórðungur útflutnings Rússlands verður til á norðurslóðum. Um 20% allra iðnaðarframleiðslu er á norðurslóðum. Þetta á bara eftir að aukast. Þannig mun hlutverk Norðurskautsráðsins fyrir Rússa halda áfram að vaxa með framþróun norðurskautsins,“ segir sendiherrann.

Norðurslóðir sameina ríki

En hver er Norðurskautsstefna Rússa? Rússland var eitt fyrsta ríkið til að marka sérstaka stefnu um norðurslóðir. Hún felur í sér ferna þjóðarhagsmuni Rússlands á norðurslóðum. Í fyrsta lagi er það notkun auðlinda og nýting þeirra tækifæra sem eiga sér stað vegna breytinga á norðurslóðum. Það séu hagsmunir um efnahagsþróun Rússlands. Í öðru lagi er það árangursrík efnahags- og félagsþróun í jafnvægi á norðurslóðum sem tekur tillit til einstakrar náttúru norðurslóða. Í þriðja lagi er að tryggja Norðurskautssvæðið sem svæði friðar og samvinnu. Í fjórða lagi er full nýting þeirra tækifæra sem koma með Norðursiglingaleiðinni.

„Þetta eru fjögur markmið stefnunnar, fjórir þjóðarhagsmunir, sem eru kjarninn í stefnu Rússa á norðurslóðum. Við vorum fyrstir, en ekki þeir síðustu hér. Eftir okkur mynduðu nokkur ríki eigin stefna og ég er ánægður með að segja að meðal ríkja Norðurslóða er norðurslóðastefna þeirra meira eða minna samhljóða. Með öðrum orðum eru Norðurslóðir nokkuð sérstakar, því það er svæðið sem sameinar norðurslóðaríkin með svipaða eða sömu þjóðarhagsmuni,“ segir Anton Vasiliev.

Viðtalið við Vasiliev sendiherra má finna í heild sinni hér: