Framsóknarmenn allra flokka koma í veg fyrir lægra matvöruverð

Þetta mál er tilefni pistils sem Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, ritar í helgarblað Morgunblaðsins. Þar segir hann að sagan kenni okkur að flestir stjórnmálamenn vilji vernda sérhagsmunahópa og berjast gegn frelsi fyrir alla. Dæmi um þetta séu innflutningshöft og verndartollar sem eiga að vernda innlenda framleiðslu fyrir erlendri samkeppni:

„Kosturinn við samkeppnina er einmitt að hún hvetur fyrirtæki til þess að selja betri vörur og þjónustu en aðrir á sem hagstæðustu verði fyrir neytendur. Þegar stjórnmálamenn berjast gegn innflutningi á erlendum vörum birtast þeir oft sem sauðir í sauðargærum og flytja fagurgala um að þeir séu að vernda saklausan almenning fyrir hinum hræðilegu útlendingum.“

Hann segir að fyrrgreindur dómur Hæstaréttar sé fagnaðarefni en hann hafnar skorðum sem voru settar við innflutning á hráu kjöti, ógerilsneyddri mjólk og ógerilsneyddum eggjum þegar matvælalöggjöf ESB var innleidd 2009. Þetta sé enn eitt dæmið um að framsóknarmenn í öllum flokkum hafi komið í veg fyrir lægra matvöruverð:

„Á þeim tíma sat ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar. Málið er enn eitt dæmið um að framsóknarmenn í öllum flokkum hafa komið í veg fyrir að íslenskur almenningur fengi að njóta sama matvöruverðs og nágrannar okkar.“

Segir Benedikt og segir að í dag sé hjákátlegt að menn, sem hafa dvalið langdvölum í námi erlendis eða verið skemmtikraftar á Klörubar á Spáni, séu hræddir við útlendan mat. Það hafi kannski verið skiljanlegt áður fyrr þegar fáir höfðu farið út fyrir landsteinana.

Einnig á:

http://eyjan.dv.is/eyjan/2018/10/13/framsoknarmenn-allra-flokka-hafa-komid-veg-fyrir-laegra-matvoruverd-landi/