Framsókn hagnast á umtalinu

Ný skoðanakönnun MMR sýnir að fylgi Framsóknarflokksins eykst milli vikna. Flokkurinn hefur verið mikið i fréttum vegna innanflokksátaka og ósættis.

Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir það ekki koma á óvart. Þó umtalið sé neikvætt beini það athygli að flokknum sem skili sér í auknu fylgi. Hann nefndi önnur dæmi um slík áhrif, til dæmis varðandi Íhaldsflokkinn í Bretlandi.

Eiríkur fylgdist með kappræðum Clinton og Trump í nótt sem leið. Hann segist þeirra skoðunar að Hillary hafi staðið sig betur.

Viðtal við Eirík er á dagskrá Þjóðbrautar í kvöld klukkan 21:00