Frakkar heimsmeistarar í annað sinn

Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir.
 
Í byrjun leiks voru það Króatar sem voru með öll völdin á vellinum, þeir sóttu stíft og pressuðu Frakkana hátt á vellinum. Þegar leið þó á leikinn fóru Frakkar að sækja meira og fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan teig á 18. mínútu. Mikið var þó deilt um það á netheimum hvort að Pitana dómari hefði átt að dæma aukaspyrnu.
 
Griezmann tók aukaspyrnuna og lyfti boltanum inná teig þar sem Mario Mandzukic skallaði boltann og fleytti honum framhjá sínum eigin markmanni og Frakkar því komnir yfir.

Nánar á

ttp://www.visir.is/g/2018180719492/i-beinni-frakkland-kroatia-heimsmeistaratitillinn-i-hufi