Forstjóri olís segir einkabílinn einungis bera ábyrgð á 3-5% af mengun

Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olís segir að einkabíllinn skapi ekki nema 3-5% af menguninni sem hann segir alla sammála um að berjast verði gegn. „Pólitíkinni hefur hentað vel að sleppa flugsamgöngum og beina sjónum öðru fremur að einkabílnum í umræðu um mengun og loftslagsmál,“ segir Jón Ólafur í Morgunblaðinu.

„Það er mikil einföldun því það er svo margt sem hefur áhrif svo sem endurheimt votlendis sem getur unnið gegn gróðurhúsaáhrifum.“

Jón Ólafur segir jafnframt mikilvægt að heimurinn komi sér úr þeirri stöðu að vera algerlega háður einum orkugjafa. „Um 60% af allri þeirri olíu sem Olís selur fari til iðnaðar og á fiskiskipaflotann, á skip sem þó séu verulega eyðsluminni en áður,“ segir Jón Ólafur.

Nánar á

http://www.vb.is/frettir/60-af-oliunni-fara-i-idnad-og-skip/149882/