Forsætisráðherra varar við endurnýjun


Forsætisráðherra segir mjög mikla endurnýjun hafa orðið á Alþingi í síðustu kosningum. Það sé ekki gott fyrir löggjafann. Hann ætli að gefa kost á sér eitt kjörtímabil enn m.a. til að halda reynslu innan þingsins.


Þetta kom fram í samtali Sigurðar Inga Jóhannssonar við Eyjuna undir stjórn Björns Inga Hrafnssonar.
Þá sagði hann að hann hefði gert mistök með því að stöðva ekki atkvæðagreiðslu á þingi um Landsdóm en í kjölfarið var Geir Haarde fundinn sekur um brot. Þar hafi orðið skrípaleikur á þingi, eðlilegra hefði verið að fleiri hefðu verið sóttir til sakar en ekki Geir enn.

Þá kom fram í viðtalinu að Sigurður Ingi forsætisráðherra telur víðtæka sátt um það innan Framsóknarflokksins að Sigmundur Davíð skuli eigi möguleika á að heimsækja flokksmenn á næstu vikum. Flokksmenn muni ráða því hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi endurkomu í pólitík.