Veikt fólk dettur ofaní„gjótu“

 Stefna og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára er nú á miðju tímabili. Á málþingi málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál var í dag farið yfir stöðuna og skoðað hvort aðgerðir séu í raun á áætlun.

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir,  stefna og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára er nú á miðju tímabili. Á málþingi málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál var í dag farið yfir stöðuna og skoðað hvor t aðgerðir séu í raun á áætlun.ramkvæmdastjóri Geðhjálpar og Hilda Jana Gísladóttir, aðstandandi og bæjarfulltrúi á Akureyri settust hjá Lindu í þættinum 21.

Anna Gunnildur benti á að átta ráðuneyti kæmu að geðheilbrigðismálum og þau varði 72 sveitarfélög og enn sé ekki búið að setja í lög að samstarf ríkis og sveitarfélaga skuli festa í sessi í geðheilbrigðismálum. Lítil samræming sé á milli þessara snertipunkta í dag, sveitarstjórna og ríkis.

Anna Gunnhildur bendir á að geðheilbrigðiskerfið sé brotakennt í þjónustu sinni og stefnumótun, þar tali þjónustustofnanir ekki saman og verkferlar settir frekar út frá þörfum starfsmanna frekar en notenda.  Hilda Jana tók undir þetta og tók dæmi af dóttur sinni sem greind var með kvíðaröskun og þunglyndi og að þá hafi geðdeild spítlans tekið við henni. Þegar hún þróar síðar með sér fíkn þá fékk hún hjálp frá SÁÁ. Á báðum stöðum segjast aðilar geta bara sinnt öðrum sjúkdómnum, annað hvort fíknisjúkdómnum eða geðsjúkdómnum. Hún bendir þó á að hjá SÁÁ hafi dóttir hennar fengið góða þjónustu og mikla eftirfylgni en það gæti hún aldrei sagt um geðdeild sjúkrahússins fyrir norðan.

Reglulegt leiðarstef í geiðheilbrigðismálum er að sveitarfélög og ríki kasta ábyrgðinni á milli sín og sá veiki dettur niður í gjótu – sumir þrufa búsetuúrræði en enda á heimili aðstandenda, ef hepnnin er með þeim, líkt og Anna Gunnhildur segir, því aðrir detta bara út á götuna.

Í viðtalinu er velt upp hvað tefji umbætur út frá samspili stjórnmálanna og stjórnsýslunnar.