Flokkur sem rekur harða stefnu

Danski þjóðaflokkurinn var stofnaður árið 1995. Þingmenn flokksins vilja nú að reist verði mannheld girðing á landamærum Danmerkur og Þýskalands. Þessa hugmynd fékk flokkurinn frá Ungverjalandi. Um þetta skrifar danska dagbalðið Politiken.

Mannheld girðing er á landamærum Serbíu og Ungverjalands. Oddviti Danska þjóðarflokksins á Evrópuþinginu Anders Vistisen segir að slíka girðingu eigi að reisa á landamærunum við Þýsklaland.

Flokkurinn boðar harða stefnu í innflytjendamálum og er andvígur aðild Danmerku að Evrópusambandinu (ESB). Markmið flokksins er að standa vörð um frelsi og menningu Danmerkur og setur ýmsi borgaraleg gildi á oddinn eins og dönsku fjölskykduna og danska konungsdæmið sem og dönsku þjóðkirkjuna.

Danski þjóðaflokkurinn telur ekki að fjölmenningarsamfélag henti Danmörku og varar við því að landið verði ættjörð þjóðarbrota frá öllum heimshornum.  Flokknum vegnaði vel í dönsku þingkosningunum árið 2015 og vann á í kosningum til Evrópuþingsins árið 2014. 

rtá

Nánar www.politikien.dk