FLOKKARNIR NJÓTA LÍKA GÓÐÆRISINS

Mannlif.is er með þessa frétt

FLOKKARNIR NJÓTA LÍKA GÓÐÆRISINS

Samtals fá stjórnmálaflokkarnir átta sem sitja á þingi 744 milljónir króna úr ríkissjóði í ár og skiptist upphæðin eftir hlutfalli atkvæða í þingkosningunum 2017. Í fyrra skiptu flokkarnir á milli sín 648 milljónum en þrjú árin þar á undan námu upphæðirnar 286 milljónum.

Þessa miklu hækkun má rekja til ákvörðunar stjórnmálaflokkanna sjálfra enda greiðslur til þeirra samkvæmt ákvörðun fjárlaga hverju sinni. Tildrög hækkunarinnar milli áranna 2016 og 2017 má rekja til sameiginlegs erindis framkvæmdastjóra sex stjórnmálaflokka, þeirra flokka sem nú skipa Alþingi utan Pírata og Flokks fólksins, til fjárlaganefndar Alþingis þar sem óskað var eftir leiðréttingu á framlaginu.

Nánar á

https://mannlif.is/heimurinn/innlent/flokkarnir-njota-lika-godaerisins/

Nýjast