Flokkarnir missterkir eftir hverfum

Mis­mun­andi fylgi fram­boðslist­anna í Reykja­vík eft­ir borg­ar­hlut­um er enn mjög áber­andi í loka­könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar á laug­ar­dag­inn. Könn­un­in var birt í Morgunblaðinu í gær. 

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn nýt­ur langt­um meira fylg­is í Grafar­vogi, Grafar­holti, Úlfarsár­dal og á Kjal­ar­nesi en aðrir flokk­ar. Þar ætla um 40% íbúa að kjósa flokk­inn en meðal­fylgi hans í borg­inni er 26,3%. Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar er lang­mest í Miðbæ og Vest­ur­bæ, 39%. Meðal­fylgi flokks­ins í borg­inni er 31,8%.

Í könn­un­inni, sem greind er í Morgunblaðinu í dag er fylgi fram­boðslist­anna greint eft­ir fjór­um borg­ar­hlut­um. Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins er einnig yfir meðaltali, 28,3%, í Árbæ, Norðlinga­holti og Breiðholti. Aft­ur á móti er það und­ir meðaltali í Miðbæ og Vest­ur­bæ, þar sem það er aðeins 18,6%, og í Hlíðum, Laug­ar­dal og Háa­leit­is- og Bú­staðahverfi, þar sem það er 22%.

Þessu er öf­ugt farið hjá stærsta flokkn­um í Reykja­vík, Sam­fylk­ing­unni. Auk Miðbæj­ar og Vest­ur­bæj­ar er fylgi henn­ar yfir meðaltali í Hlíðum, Laug­ar­dal og Háa­leit­is- og Bú­staðahverfi, þar sem það er 36,5%. Fylgið er und­ir meðaltali í Árbæ, Norðlinga­holti og Breiðholti, 24,9%, og í Grafar­vogi, Grafar­holti, Úlfarsár­dal og á Kjal­ar­nesi, þar sem það er 25,3%.