Flestir sem látast eru karlmenn

„RÚV segir í frétt í gær að 77 prósent þeirra sem hafa látist á árinu vegna ofneyslu lyfja séu karlmenn, sá yngsti 18 ára gamall. Það má velta því fyrir sér hvort almenningur og stjórnvöld litu vandann öðrum augum ef kynjahlutfallið væri á hinn veginn“, skrifar Arnþór Jónsson formaður SÁÁ í dag á fb síðu sína og birtir ennfremur töflu frá SÁÁ þar sem sjá má þróunina í þessum efnum.

Þar kemur fram kynjaskipt hve margir ungir vímuefnasjúklinga komu á Vog í fyrsta sinn á árabilinu 1977-2015 og fjöldi þeirra sem hafa látist ótímabært á því tímabili sem spannar 38 ár. Þar sést að 343 drengjanna létust og 88 stúlkna. Að jafnaði einn í hverjum mánuði í 38 ár.

 

\"\"