Fleiri ferðamenn en spáð var

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar voru brottfarir erlendra farþega frá Íslandi rúmlega 278.600 í júlí sem er 2.5% fjölgun miðað við júlí í fyrra. Fjölgunin í júlí byggir að mestu leyti á Bandaríkjamönnum sem hafa aukið hlutdeild sína til muna.

Rúmlega 27% fleiri Bandaríkjamenn fóru frá Leifsstöð í júlí í ár en á sama tíma í fyrra. Norðurlandabúum, Bretum, Frökkum, Þjóðverjum og Kanadamönnum, sem einnig tilheyra mikilvægum markaðssvæðum fyrir Ísland, fækkaði hins vegar um 9 til 19% í júlí á milli ára.

Ef fjöldi Bandaríkjamanna hefði staðið í stað milli ára hefði brottfararfarþegum í júlí fækkað um 5,6% samkvæmt því sem segir í tilkynningu frá Ferðamálastofu.

Nánar á

https://turisti.is/2018/08/fleiri-ferdamenn-en-spad-var/