Fjórtán milljarða ávinningur af virk

Ný þáttaröð er nú sýnd á miðvikudögum á Hringbraut um VIRK starfsendurhæfingarsjóð. Annar þáttur af fjórum er á dagskrá klukkan 20 í kvöld, miðvikudaginn 14.nóvember.

Í þættinum í kvöld kemur fram að rúmlega 14 milljarða króna ávinningur varð af Virk árið 2017 og er nú er árlegur ávinningur metinn á einstakling sem hægt er að koma í virkni yfir 12 milljónir króna. Þetta er mat Talnakönnunar.

Í fyrra, árið 2017 komu 1900 einstaklingar nýir inn í Virk  og hafa ekki verið jafn margir hafið starfsendurhæfingu á vegum VIRK áður. Vel yfir 11 hundruð manns útskrifuðust á því ári og 79 prósent þeirra náðu árangri til þess að komast í vinnu eða í nám jafnvel.

Í kvöld er rætt við Böðvar Þ. Gunnarsson sem er með geðsjúkdóm en komst með hjálp VIRK á fætur og í góða vinnu, Hans Jakob Beck, yfirlækni Virk og Vigdísi Jónsdóttur framkvæmdastjóra VIRK frá upphafi.

 Þættirnir eru í umsjón Lindu Blöndal og Friðþjófs Helgasonar.