Fjórir lykilþættir sem gera ísland að öflugu landi fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki

Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups, er gestur hjá Jóni G. í nýjasta viðskiptaþætti hans sem frumsýndur var í gær og er á dagskrá Hringbrautar í dag. Hún segir að Ísland henti afar vel fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki og nefnir fjóra lykilþætti í því sambandi:

1) Hér er mjög auðvelt að stofna fyrirtæki; gert rafrænt og tekur aðeins nokkrar mínur og er ekki mjög dýrt.

2) Grasrótin er mjög öflug þannig að stuðningur á fyrstu skrefum er mjög góður.

3) Sterkir „mentorar“, reyndir frumkvöðlar, eru afar virkir við að hjálpa þeim sem eru að byrja. Aðgangur að reynslu er því mjög auðveld í íslenska sprotaumhverfinu.

4) Lega landsins er mjög hentug og auvðeldar frumkvöðlum að nálgast bæði fjárfesta og aðra frumkvöðla erlendis. Stuttar leiðir bæði til Bandaríkjanna og Evrópu og auðvelt að skjótast í flug. Það hefur aukist á síðustu árum að fjárfestar í Bandaríkjunum hafi komið með fé í álitleg og þroskuð íslensk sprotafyrirtæki sem eru komin aðeins á legg og búin að fara í gegnum fyrstu umferðina í fjármögnun.

Þáttinn í heild sinni má nálgast hér: