Fjölskylduhjálp íslands hafnað

 „Afgreiðslu Borgarráðs í dag um styrk til Fjölskylduhjalpar Íslands. NEI. Enginn styrkur árið 2018. Stingur mann í hjartastað\", skrifar Ásgerður Jóna Flosadóttir sem hefur verið í forsvari og rekið Fjölskylduhjálpina um langt árabil.
 
Hún skrifar á facebook síðu sína: „Vorum einu hjalparsamtökin með opið í allt sumar, fátækir og efnalitlar fjölskyldur þurfa líka að borða á sumrin. Úthlutuðum hátt í 23000 matargjöfum árið 2017“.