Fjölskylduhjálp lokar í sumar vegna fjárskorts - fyrsta skipti í 16 ára sögu samtakanna

Fjölskylduhjálp Íslands mun þurfa að loka tímabundið í sumar vegna fjárskorts. Er þetta í fyrsta skipti í 16 ára sögu samtakanna sem þarf að grípa til þess að loka yfir sumarið. Mun lokunin standa frá með 1. júlí til 1. september. „Þeir sem leita til okkar gera það ekki sér til gamans og að sjálfsögðu hefðum við viljað hafa opið í allt sumar,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, í samtali við Morgunblaðið.
 

Fjölskylduhjálpin veitir hátt í 900 matargjafir á mánuði og er aðstoðin meðal annars fjármögnuð með framlögum, söfnunum og flóamörkuðum. Flóamarkaðir Fjölskylduhjálpar verður opin í Reykjavík og Reykjanesbæ í allt sumar.