Fjölmennur íbúafundur um kísilver

Um 200 manns mættu á íbúafund Stakksbergs um kísilver í Helguvík sem haldinn var fyrr í kvöld. Þar kom meðal annars fram að sá möguleiki að hætta við að endurræsa kísilver United Silicon hafi aldrei verið skoðaður af forsvarsmönnum Stakksbergs, sem er dótturfélag Arion banka og eigandi verksmiðjunnar.
 

Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakksbergs, sagði að það hefði verið óforsvaranleg meðferð á fjármunum. Búið væri að eyða 20 milljörðum í verksmiðjuna. 

Á fundinum kynntu forsvarsmenn Stakksbergs áform sín um að endurræsa kísilverið haustið 2020. 

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/fjolmennur-ibuafundur-um-kisilver