Fjölbreyttur eldhugi

Sólrún María starfar sem yogakennari, starf sem hún hefur dálæti á. Hún lauk yogakennaranámi í tælandi. 

Sólrún er mikið náttúrubarn og gerir fátt skemmtilegra en að vera partur af náttúrinni, með ýmsum jaðartengdum íþróttum.

 

Sólrún byrjaði á brimbretti fyrir alvöru í byrjun árs og hefur síðan leitað uppi öldurnar. Brimbrettaiðkun er gríðarlega vinsæl á Íslandi og mikið af konum í sportinu. Það kom dagskrárgerðarkonu þáttanna á óvart hversu líkamlega krefjandi sportið er eftir að hafa að sjálfsögðu fengið að prófa. 

\"\"

Sólrún byrjaði að klifra í klifurhúsinu fyrir nokkrum árum en er algjörlega heilluð að utandyra klettaklifri í dag. Klettaklifursvæði eru víðs vegar um allt land og eru til mörg erfiðleikastif. Sólrún er dugleg að draga vini með sér í klifrið og kenna þeim handtökin, enda um rosalega skemmtilegt sport að ræða. 

\"\"

Nú ef þetta er ekki nóg þá stundar Sólrún líka hjólabretti, fjallgöngur, fjallahjól og snjóbretti, svo eitthvað sé nefnt. 

Fylgist með fjölbreyttum og skemmtilegum Eldhuga þætti í kvöld í 21:30 þar sem Sólrún María segir frá.