Fjarlægðu tilkynningu þar sem hundum var hótað drápi – starfsfólki hótað vegna tilkynningarinnar

Í gær var greint frá þvísveitarstjóri sveitarfélagins Grímsnes- og Grafningshrepps, Ingibjörg Harðardóttir, hafi birt tilkynningu á Facebook-síðu hreppsins. Þar mátti sjá tvo hunda í óskilum. Í tilkynningunni sagði að yrðu hundarnir ekki sóttir fyrir mánudaginn 15. júlí yrðu þeir aflífaðir þann sama dag.

Í annarri færslu á Facebook-síðu hreppsins sem birtist síðar um daginn segir um tilkynninguna umdeildu:

„Færslan vakti talsverða athygli og fékk mikla umfjöllun. Hún varð til þess að eigendur hafa fundist og samkvæmt okkar upplýsingum verður þeirra [hundanna] vitjað fyrir þann tíma sem gefinn var upp.

Því miður varð að fjarlægja áðurnefnda færslu vegna hótana í garð starfsfólks sveitarfélagsins og annarra og munu þær hótanir verða tilkynntar til lögreglu.

Það má vissulega deila um orðalag bæði í færslunni og í tilgreindum samþykktum um hundahald og verður hvort tveggja skoðað í kjölfar þessa máls.“

Samþykktin um hundahald sem vísað er til, er samþykkt 60/2012 um hundahald í hreppnum, sem var staðfest þann 13. janúar 2012 og tilgreinir að lausaganga hunda sé bönnuð í sveitarfélaginu. „Yfirvöldum sveitarfélagsins ber að auglýsa handsömun á hundum líkt og var gert og var því ekkert athugavert við það þar sem verið var að framfylgja áðurnefndri samþykkt,“ segir í færslunni.

Færslan í heild: