Fisk kaupir hlut brims í vinnslustöðinni

FISK-­Seafood ehf. á Sauð­ár­króki, útgerð­ar­armur Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, hefur gengið frá samn­ingi um kaup á öllum eign­ar­hlut Brims hf., sem nú heitir Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, í Vinnslu­stöð­inni hf. í Vest­manna­eyj­um. Kaup­verðið er 9,4 millj­arðar króna að því er segir í til­kynn­ingu.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá FISK-­Seafood ehf.

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur er í meiri­hluta­eigu Guð­mundar Krist­jáns­son­ar, for­stjóra HB Granda, en Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur á ríf­lega 37 pró­sent hlut í HB Granda. Á dög­unum var til­kynnt um kaup HB Granda á Ögur­vík, sem var í eigu Brims, nú Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, fyrir 12,3 millj­arða króna. Stjórnin hefur þegar sam­þykkt kaup­in, en Sam­keppn­is­eft­ir­litið er með þau til skoð­un­ar.

Nánar á

https://kjarninn.is/frettir/2018-09-18-fisk-kaupir-hlut-brims-i-vinnslustodinni/