Fimmtíu plús: nýr mannlegur þáttur

Þátturinn 50 plús fjallar um öll hugsanleg málefni fólks á besta aldri, heilbrigðismál, atvinnumál, viðhorf og virðingu, fjármál, lífeyrismál og húsnæðismál, svo eitthvað sé nefnt.

Umsjónarmenn eru Erna Indriðadóttir og Jóhanna Margrét Einarsdóttir, blaðamenn og Helgi Pétursson, sem undanfarin misseri hefur haldið úti þáttunum Okkar fólk á Hringbraut við miklar vinsældir. 

Þær Erna og Jóhanna sjá einnig um vefsíðuna Lifðu núna, lifdununa.is og verður vitnað til hennar í þáttunum.