Fimm dómsmál vegna hlíðamáls

Vil­hjálm­ur Vilhjálmsson, lögmaður tveggja karlmanna sem sakaðir voru um nauðgun í Hlíðamálinu svokallaða, seg­ir í sam­tali við mbl.is að dóms­mál­ vegna þess séu fimm tals­ins.

Á meðal þeirra sem hefur verið stefnt er Hildur Lillendahl Viggós­dótt­ur, fyr­ir færslu sem hún birti á Face­book. Krefjast mennirnir að hún verði dæmd til að greiða þeim hvor­um um sig 1,5 millj­ón­ir króna.

Þá hafa þeir stefnt ann­arri konu sem skipu­lagði mót­mæli við lög­reglu­stöðina við Hverf­is­götu eft­ir að frétta­flutn­ing­ur af mál­inu birt­ist í fjöl­miðlum. Kon­an er kraf­in um fjór­ar millj­ón­ir króna.

Stefn­urn­ar voru lagðar fram í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í októ­ber og til stóð að taka þær fyr­ir á föstu­dag en fyr­ir­tök­unni hef­ur verið frestað til 7. janú­ar, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vil­hjálmi.

Í stefn­unni gegn Hildi er kraf­ist að um­mæli sem hún skrifaði á Face­book verði dæmd dauð og ómerk. Í stefn­unni er vísað í færsl­una þar sem Hild­ur skrif­ar meðal ann­ars að menn­irn­ir hafi í sam­ein­ingu nauðgað kon­um „svo yf­ir­drifið kerf­is­bundið að þeir hafa til þess sér­út­búna íbúð.“ Hild­ur sagðist ekki vilja tjá sig um stefn­una þegar mbl.is leitaði eft­ir viðbrögðum henn­ar.

Auk stefn­anna tveggja sem birt­ar voru í októ­ber hef­ur verið dæmt í einu máli í Hæsta­rétti. Þá hef­ur ann­arri konu verið stefnt vegna um­mæla í færsl­um sem kon­an birti á Twitter og Face­book. Menn­irn­ir fara fram á að kon­unni verði gert að greiða þeim 2 millj­ón­ir króna, hvor­um um sig. Sig­mundi Erni Rún­ars­syni, ritstjóra Hring­braut­ar, hef­ur einnig verið stefnt fyr­ir skrif Hring­braut­ar um málið.

Í októ­ber í fyrra voru fjór­ir frétta­menn 365 miðla dæmd­ir til að greiða mönn­un­um miska­bæt­ur vegna frétta um meint brot mann­anna. Málið varðar um­fjöll­un fréttamiðla 365 af ætluðum kyn­ferðis­brot­um mann­anna tveggja gegn tveim­ur kon­um sem áttu að hafa verið fram­in í októ­ber 2015. Mál mann­anna voru rann­sökuð en þau síðan felld niður.

Nánar á

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/12/10/krefja_thrjar_konur_um_baetur/