Fíkniefnakokteilar í söngtextum

Nýr formaður Heimdallar vinnur með ungu fólki í vanda:

Fíkniefnakokteilar í söngtextum

Jónína Sigurðardóttir
Jónína Sigurðardóttir

Í íslenskri rapptónlist er talað mikið og fjálglega um fíkniefnaneyslu og þá gjarnan hvernig ávanabindandi lyfjum er blandað saman við ýmsa drykki. Jónína Sigurðardóttir fjallar um þessi mál og ýmsan vanda ungs fólks í þættinum 21 í kvöld þar sem hún er í viðtali hjá Birni Jóni Bragasyni.  Jónína var á dögunum kjörin formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hún hefur starfað mikið með ungu fólki í vanda og ætlar að ræða um þau mál, félagslega einangrun, málefni innflytjendabarna og fleira. 

Nýjast