Ferðum milli kef og akureyrar hætt

Síðasta áætlunarferðin Gray Line langferðabíla milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar verður farin á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá frá Gray Line á Íslandi Ekki verður boðið upp á ferðirnar í vetur. Næstu mánuði verður metið hvort grundvöllur telst fyrir áframhaldandi ferðum næsta sumar.

 Nýtingin í ferðunum reyndist lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Í tilkynningu segir: “Bein lína frá Keflavíkurflugvelli er án vafa besti valkosturinn til að gera ferðamönnum kleifst að komast viðstöðulaust út á land”  Fól frá Skagafirði, Blönduósi, Staðarskála og Borgarnesi hafa einnig getað náð rútunni á Keflavíkurflugvöll. Óvíst er hvert framhaldið verður.

Enn fremur segir að Gray Line hafi verið samkeppnisfær við Strætó bs í fargjaldi, þó svo að fyrirtækið hafi þurft að leggja virðisaukaskatt á fargjöldin, en ekki Strætó.

Þórir Garðarsson, talsmaður fyrirtækisins segir að ein rútuferð á dag frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar geti skilað yfir 400 ferðamönnum á viku beint út á land. Á sama tíma sé ríkið að leggja 300 milljónir króna á ári í flugþróunarsjóð til að styrkja beint flug erlendis frá til Akureyrar og Egilsstaða.