Ferðast um landið og ræða lífskjörin

Eftir áramót verður samið um lífskjör Íslendinga í fjölda kjarasamninga og munu stjórnendur Samtaka atvinnulífsins halda í fjölda ferða um landið til að ræða við íbúa í ólíkum landshlutum.
 
 Eyjólfur Árni Rafnsson formaður SA, Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA og Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs SA rýna í stöðu og horfur á vinnumarkaði og ræða svigrúm til launahækkana næstu árin á fjölda opinna funda hringinn í kringum landið næstu vikurnar.
Fundaröðin hefst á Ísafirði miðvikudaginn 12. september og lýkur í Reykjavík fimmtudaginn 1. nóvember. Tölum saman er yfirskrift fundanna og eru allir velkomnir en hægt er að skrá þátttöku hér að neðan með því að smella á fundarstað nálægt þér.