Ferðamenn á vettvangi næturvaktarinnar

Við fáum oft túrista sem spyrja okkur um upptökurnar á þáttunum. Í eitt skipti kom hingað kona frá Asíu sem skríkti og hoppaði um eins og smástelpa þegar ég sagði henni að þetta væri upptökustaðurinn,“ segir Daníel í samtali við DV. „Þetta er besta minningin mín.“

 

Vinsælt í Asíu og Þýskalandi

Þættirnir Næturvaktin slógu rækilega í gegn þegar þeir voru sýndir á Stöð 2 haustið 2007. Tók þjóðin ástfóstri við þrjár aðalpersónurnar, þá Daníel, Ólaf Ragnar og Georg Bjarnfreðarson. Í kjölfarið fylgdu tvær þáttaraðir til viðbótar, Dagvaktin og Fangavaktin. Þættirnir hafa verið sýndir víða um heim og eiga sér greinilega marga aðdáendur.

Kom það ykkur á óvart að vinsældirnar væru svona miklar?

„Það eru búnir að koma svo margir að þetta er eiginleg hætt að koma manni á óvart. Þættirnir hafa greinilega verið sýndir víða um heim. Hingað kemur til dæmis fjöldi asísks fólks og Þjóðverja.“

Hvað gera túristarnir þarna inni?

„Þau vilja fá að kíkja inn á smurstöðina og í kjallarann. Svo taka þau myndir og ég segi þeim hvernig allt var þegar þættirnir voru teknir upp. Maður er orðinn hálfgerður leiðsögumaður. Ég myndi ekki ganga svo langt að segja að fólk sé í pílagrímsferð en þau sem hafa séð þættina koma við og eru yfirleitt mjög ánægð.“

Nánar á

http://www.dv.is/frettir/2018/11/18/ferdamenn-heimsaekja-vettvang-naeturvaktarinnar/