Mynd dagsins: er þetta verst lagði bíllinn í smáralind? leitað að eigandanum - sjáðu myndina

Gyða Einarsdóttir varð vitni að því þegar erlendir ferðamenn lögðu sendiferðabíl sem búið er að breyta við hliðina á litlum Opel á bílastæði Smáralindar um klukkan 18:00 nú í kvöld. Bíll ferðamannanna var klesstur upp við Opelin og kveðst Gyða vonast til að finna eiganda smærri bílsins, því ekki sé víst að hann hafi tekið eftir skemmdunum.  

„Ég sá hann vera að leggja á þennan hátt þegar ég ók framhjá. Það voru ferðamann í Easy Camp bílnum, líklega Austurlandabúar,“ segir Gyða í samtali við Hringbraut en enginn var í Opelnum þegar Gyða tók myndina. Þegar Gyða kom svo aftur út úr Smáralind var Opelinn á bak og burt en stærri bíllinn enn á sínum stað og var rispaður. Telur Gyða að líklega hafi ferðamennirnir lagað sinn bíl í stæðinu og eigandi smærri bílsins ekki tekið eftir skemmdunum og því ekki meðvitaður um það sem hafði átt sér stað.

Gyða ákvað því að deila mynd af bílunum tveimur á síðunni Verst lagði bílinn á Facebook og biður þá sem þekkja til eiganda Opel bílsins um að láta hann vita þar sem bíllinn er líklega tjónaður.

\"\"