Grænþvottur og norðurslóðir

Í þættinum Ferðalagið í kvöld sest Ragnar Axelsson ljósmyndari niður sem Sigmundi Erni og verðlaunabók sinni Andlit norðursins. Ragnar eða bara Raxi hefur helgað stórum hluta lífs síns við að skrásetja sögur þar um slóðir og framtíðarmöguleikana við bráðnandi jökla.

Grænþvottur er hugtak sem notar er um fullyrðingar fyrirtækja um að þau séu sérlega umhverfisvæn. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, Birgitta Stefánsdóttir mætir í þáttinn og ræðir þetta út frá ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi.


Heimshornaflakkarinn og fullorðinsfræðarinn, Björg Árnadóttir ferðast helst bara ein og hefur gert í áratugi. Hún hefur mikla reynslu af því að ferðast ódýrt og segir sé hafa liðið mun öruggari á hosteli í Istanbul en á Hilton hótelinu þar í borg.


Guðný Halldórsdóttir leikstjóri og íbúi í Mosfellsdal og Júlíana Emilsdóttir segja mikilvægt að leggja ekki fleiri hringtorg og huga að vegaframkvæmdum með gimsteina staðarins í huga. Í Mosfellsdalnum séu margar gersemar fyrir bæði Íslendinga sjálfa og ferðamenn til að njóta og vert að eyðileggja ekki möguleikana með vondum vegaframkvæmdum. Sigmundur Ernir skrapp í dalinn í vikunni.

Ferðalagið er frumsýnt kl.20 í kvöld. Umsjónarmenn eru Linda Blöndal og Sigmundur Ernir Rúnarsson.