Fengu jafnmikið og kristján loftsson

Mikillar óánægju gætir meðal innlendra fjárfesta sem tóku þátt í hlutafjárútboði Arion banka um þá ákvörðun Kaupþings að skerða tilboð þeirra nánast að fullu. Að sögn kunnugra var þannig fjöldi almennra fjárfesta – þeirra sem buðu 15 milljónir króna eða minna – um 3.600 en hver og einn fékk úthlutað hlut að jafnvirði um 170 þúsundum króna.

Almennir fjárfestar fengu því samanlagt að eignast um 630 milljóna króna hlut í bankanum en það er álíka stór hlutur og Vogun, sem er að stærstum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, keypti í bankanum. 

Nánar á

https://www.frettabladid.is/markadurinn/skotsilfur-markaarins-fengu-jafnmiki-og-kristjan-loftsson