Féll Kveikur á prófinu?

Féll Kveikur á prófinu?

Í þættinum Kveikur á Ruv í gærkvöldi heimsótti Sigríður Halldórsdóttir "rannsóknarblaðamaður ruv" Steve Edmundsson, framkvæmdastjóra hjá eignastýringar hjá lífeyrissjóði opinberra starfsmanna í Nevada.

Í umfjölluninni kolféll ruv á prófinu þar sem engin tilraun var gerð til rannsóknar af neinu tagi en skellt fram fullyrðingum sem áhorfendum var greinilega ætlað að taka þannig að íslenskir lífeyrissjóðir væru mun verr reknir en þessi amríski. Rannsóknarblaðamanni ljáðist að spyrja þeirrar einföldu spurningar „Hvað kostar útvistunin“? Hún kynnti sér ekki nægilega vel ársreikninga lífeyrissjóðsins en þar kemur glöggt fram að úthýsingin kostaði á árinu 2017 5,2 milljarða króna miðað við gengi í dag. Við það bætist ráðgjöf upp á 150 milljónir króna. Þessar tölur koma skýrt fram í ársreikningi lífeyrissjóðsins.

Í þættinum Kveikur var gefið í skyn að þetta kostaði ekkert hjá Edmundsson. Ríkisútvarp landsmanna verður að gera þær kröfur til fréttamanna að þeir sinni sínu starfi af kostgæfni og skoði ávallt allar hliðar málsins. Í þessu tilfelli virtist það ekki hafa verið gert.

Samkvæmt OECD gögnum sem Hringbraut fékk afhent frá íslenskum lífeyrissjóði eru íslensku lífeyrissjóðirnir með hvað lægstan kostnað allra þjóða á vesturlöndum.

Svo getur fólk haft sínar skoðanir á lífeyrissjóðum og örugglega er þar ýmislegt sem betur má fara en gera verður þær kröfur til fréttamanna ruv  að þeir vinni fréttir hlutlaust og hleypi öllum hliðum málsins að.

Meðfylgjandi eru upplýsingar um ársreikning NVPERS sjóðsins:

https://www.nvpers.org/public/publications/FY17CAFR.pdf

 

Nýjast