Rakel: Svona er staðan rétt fyrir utan Borgarnes - Sjáðu myndbandið - „Fannst ég vera komin í óþróað þriðja heims ríki“

Rakel: Svona er staðan rétt fyrir utan Borgarnes - Sjáðu myndbandið - „Fannst ég vera komin í óþróað þriðja heims ríki“

„Það er til lítils að vera að plokka plast eftir strandlengjunni ef það er svona sem við urðum ruslið okkar.“ segir Rakel Steinarsdóttir, myndlistarmaður, í samtali við Hringbraut. Á myndbandi sem Rakel tók upp af ruslahaugum rétt fyrir utan Borgarnes sést hvar mikið magn af plasti er laust á haugnum. 

Segir hún enn fremur að mikið magn af rusli sé í kringum hauganna og sjái vindurinn og fuglarnir til þess að það dreifist út um allt nærliggjandi svæði.  

„Ég kem alveg af fjöllum, fannst ég vera komin í óþróað þriðja heims ríki þegar ég leit yfir hundraði rúmmetra af sorpi ofan í dal í hvarfi frá þjóðveginum vestur á Snæfellsnes, þó ekki nema korter frá Borgarnesi. Fuglinn er auðvitað í þessu en auk þess fýkur þetta um allar Mýrarnar og út á sjó. Þetta er auðvitað ekki í lagi.“

Hér að neðan má svo sjá myndbandið.

 

Nýjast