Vegir landsins fá falleinkunn

Hversu öruggir eru þjóðvegir landsins? Í hvaða ástandi eru vegirnir til að taka við þúsunda tuga ferðamanna íslenskum og erlendum?

Svarið er að öryggi vegfarenda á vegum landsins er ógnað vegna vanræsklu undanfarin ár. Sumir vegir eru að verða að malarvegum og til viðbótar engan vegin gerðir fyrir það álag sem nú er á þeim. 

Þetta kemur m.a. fram í viðtali við Helga Kjartansson, oddvita í Bláskógabyggð á Suðurlandi og Ólaf Kr. Guðmundsson, sérfræðing í vegaöryggi á Þjóðbraut hjá Lindu Blöndal.

„Það er ákveðinn bráðavandi“, segir Helgi. Mesta álagið er á Suðurlandi þar sem erlendir ferðamenn eru mest þar á ferð.

„Það hangir yfir okkur að við förum að lenda í alvarlegum rútuslysum“, eru orð Ólafs. „Það eru klasarnir af slysum\", segir hann um svæðin sem þola mestu umferðina.

Í vikunni var kynnt öryggismat á 4.200 kílómetrum íslenska vegakerfisins.

Þetta er öryggismat FÍB og svonefnds EuroRAP. FÍB sér um framkvæmd EuroRap á Íslandi sem er notað um allan heim til að meta ástand vega um lönd.

Tveir þriðju íslenska vegakerfisins fá 2 til 3 stjörnur af fimm mögulegum í þessari alþjóðlegu könnun.