Fálkanum er að fatast flugið: við verðum að fella þessa ríkis­stjórn

Logi Einars­son, for­maður Sam­fylkingarinnar, sagði í ræðu sinni á flokk­stjórnar­fundi í Austur­bæ í morgun að flokkurinn verði að bjóða upp á skýra og trú­verðuga stefnu sem mæti á­skorunum sam­tímans. Þá sé hann viss um að flokkurinn fái um­boð til að leiða saman um­bóta­öfl í ríkis­stjórn eftir næstu kosningar.

Nánar er fjallað um ræðuna á vef Fréttablaðsins.

Í ræðunni ræddi Logi stöðuna í ís­lenskum stjórn­málum og sagði ljóst að Sjálf­stæðis­flokkurinn væri ekki lengur fær um að veita for­ystu. „Fálkanum er að fatast flugið og hann er ó­sköp ráð­villtur,“ sagði formaðurinn.

„Í sögu­legu sam­hengi eru stóru tíðindin í ís­lenskum stjórn­málum þessi: Flokkurinn sem var vanur að tróna yfir öllum hinum, á 20. öldinni - gerir það ekki lengur. Flokkurinn, sem var myndaður úr frjáls­lyndum armi og í­halds­sömum armi, er ekki lengur fær um að veita for­ystu og takast á við þær breytingar sem blasa við okkur á 21. öldinni; hann er klofinn - þver­s og kruss,“ sagði Logi og bætti við á öðrum stað:

„Við verðum, og segjum það bara skýrt, við verðum að fella þessa ríkis­stjórn í kosningunum 2021, til að mynda betri, djarfari og víð­sýnni stjórn fyrir fólkið í landinu og komandi kyn­slóðir, við verðum að rísa undir þeirri á­byrgð.“

Nánar er fjallað um ræðuna á vef Fréttablaðsins.