Færri folaflugur

Folaflugum sem eru af ætt hrossaflugna hefur fækkað en flugurnar eru ekki alveg meinlausar. Minna hefur borið á þessum flugum sem vandalega leggjast á húsveggi. Rætt er við Erling Ólafsson skordýrafræðing í Morgunblaðinu í dag. Þessu ber að fagna þar sem flugan er skaðvaldur að sögn Erlings sem getur skaðað ungar lirfur. Þótt folaflugan sé skemmdarvargur er hrossaflugan það hins vegar ekki. Á þeim er mikill munur.

Tíðarfarið hefur augljóslega áhrif, fækkunin er ekki endilega vegna rigningar þar sem flugan lifir í blautum jarðvegi heldur kaflaskipt veðrétta á sunnanverðu landinu en flugan er færri en í fyrrasumar á Höfuðborgarsvæðinu.

Flugan sem hefur þunnar og langar fætur  kom fyrst hingað til lands í kringum aldamótin þegar íbúar Hveragerðis urðu varir við hana og fékkst hún staðfest árið 2001, segir í frétt Morgunblaðsins. Síðan fjölgaði henni hratt og hún hóf að dreifa sér um sunnanvert landið.

Erling segir auðvelt að sjá muninn . „Hrossaflugur eru eins og klessur á vegg en þessar sitja uppréttar með vængina út í loftið,“ segir hann í viðtalinu.