Fæðingarorlofsgreiðslur hækka

Óskert­ar greiðslur til for­eldra í fæðing­ar­or­lofi hækka úr 520.000 kr. í 600.000 kr. á mánuði frá 1. janú­ar 2019. Ásmund­ur Ein­ar Ein­ar Daðason, fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra, hef­ur und­ir­ritað reglu­gerð þess efn­is.

Haft er eft­ir Ásmundi Ein­ari í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu að hækk­un­in sé mik­il­væg og sýni í verki áhersl­ur stjórn­valda á að efla stuðning við börn og barna­fjöl­skyld­ur. „Við hækkuðum há­marks­greiðslurn­ar um 20.000 í byrj­un þessa árs. Nú stíg­um við stærra skref með um­tals­verðri hækk­un sem er til þess fall­in að koma tekju­lág­um for­eldr­um til góða.“

Nánar á

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/12/18/hamarksgreidslur_haekka_i_600_000/