Eyþór var stjórn­ar­maður í 26 fyr­ir­tækjum

Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, segir að hann sé búinn að ganga úr meiri­hluta þeirra stjórna í fyr­ir­tækjum og eign­ar­halds­fé­lögum sem hann sat áður í. „Ég fór bara í þann feril strax, annað hvort að fá aðra inn í þær stjórnir eða að hafa eng­an. Þá eru bara aðrir sem taka við stjórn­un­inni. Ég geri það sem ég lofa. Og stend við þetta.“

Sam­kvæmt umfjöllun Stund­ar­innar í jan­úar síð­ast­liðnum var Eyþór stjórn­ar­maður í 26 fyr­ir­tækjum eða félögum þegar hann ákvað að bjóða sig fram í leið­toga­próf­kjöri Sjálf­stæð­is­manna, sem hann svo sigr­aði með nokkrum yfir­burð­um. Í yfir­liti hjá Credit­info sést að hann er nú skráður í stjórn eða sem fram­kvæmda­stjóri sjö félaga.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í við­tali við Eyþór í sjón­varps­þætti Kjarn­ans á Hring­braut.

Um er að ræða síð­asta þátt vetr­ar­ins og í honum fer Eyþór meðal ann­ars ítar­lega yfir þau kosn­inga­lof­orð sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn kynnti nýverið og bregst við þeirri gagn­rýni sem fram hefur komið á þau.

Sú eign Eyþórs sem mest hefur verið rætt um í þessu sam­bandi er eign­ar­hlutur hans í útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins, en félag Eyþórs er stærsti ein­staki eig­andi Árvak­urs með 22,87 pró­senta eign­ar­hlut.

Eyþór segir að hann sé far­inn úr stjórn Árvak­urs og hafi ekki sett neinn mann í stað­inn fyrir sig þangað inn. „ Ég hef engin afskipti af Morg­un­blað­inu í dag. Ef þú veist um kaup­anda þá er sím­inn opinn.“

Horfa á allan þáttinn hér