Eyþór úti í horni: sjálfstæðismenn orðið fyrir vonbrigðum með oddvitann

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu urðu fyrir vonbrigðum með viðtökur oddvita flokksins í borginni, Eyþórs Arnalds, á nýjum samgöngusamningi ríkisins og allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem samþykktur var á dögunum. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins. Þar kemur fram að allir bæjarstjórar sem eiga aðild að samkomulaginu, fyrir utan dag eru samflokksmenn Eyþórs.

Á umræddu tíma­bili verða lagðir 52,2 milljarðar í stofn­vegi og 49,6 milljarðar í inn­viði borgar­línu. Þá fara 8,2 milljarðar í milljarðar í göngu- og hjóla­stíga, göngu­brýr og undir­göng og 7,2 milljarðar í bætta um­ferðar­stýringu og sér­tækar öryggis­að­gerðir. Samkomulagið gildir til nær fimmtán ára.

Eyþór hefur verið gagnrýninn á samkomulagið en for­sætis­ráð­herra, fjár­málaráð­herra og samgöngu­ráð­herra skrifuðu undir sam­komu­lagið á­samt bæjar­stjórum Reykja­víkur, Garða­bæjar, Hafnar­fjarðar, Kópa­vogs, Mos­fells­bæjar og Sel­tjarnar­ness. Eyþór hefur kvartað undan samráðsleysi en á sama tíma hafa flestir flokksfélagar hans á sveitastjórnarstigi hafnað málflutningi Eyþórs. Þannig hafi Eyþór ekki mætt á samráðsfund sem fram fór þann 11. september.

Þá ræddi Fréttablaðið við sveitastjórnarfulltrúa Sjálfstæðismanna sem sagði að Eyþór hefði í raun ekki unnið heimavinnuna sína og efasemdir hans ótímabærar þar sem hugmyndir um vegatolla hafi ekki verið útfærðir. Eyþór hefur reynt að færa rök fyrir því að um tvísköttun sé að ræða. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og formaður Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Fréttablaðið:

„Ef veggjöld verða ofan á yrði slíkt ekki aukaskattur, heldur frekar tilfærsla innan skattkerfisins líkt og fjármálaráðherra ræddi um daginn. Það hefur aldrei staðið til að halda öllum sköttum á bifreiðareigendur líkt og þau standa nú og bæta svo veggjöldum ofan á.“

Hér má lesa frétt Fréttablaðsins í heild sinni.