Óttast að kjörsókn verði í lágmarki

Róbert Marshall og Stefán Einar Stefánsson mæta í Ritstjórana:

Óttast að kjörsókn verði í lágmarki

Borgarpólitík var tekin fyrir í upphafi Ritstjóranna á Hringbraut í gærkvöld þar sem Róbert Marshall, ritstjóri tímaritsins Úti og Stefán Einar Stefánsson, varafréttastjóri ViðskiptaMoggans settust hjá Sigmundi Erni og rýndu í helstu fréttamál líðandi stundar.

Róbert segir vanda Eyþórs Arnalds, oddvita sjálfstæðismanna í borginni vera þann að hann hafi ekki náð að skapa sér sérstöðu í pólitískri umræðu síðustu vikna og hann hafi einfaldlega ekki náð að taka sviðið af núverand meirihluta. Stefán Einar segir áhugaleysi einkenna umræðuna fyrir kosningarnar og býst við sögulega lélegri kjörsókn; í glundroðanum nái frambjóðendurnir ekki til kjósenda sem fyrir vikið hugsi sem svo að óþarfi verði að mæta á kjörstað.

Meðal annarra umræðuefna þáttarins er innansveitarkrónikan í Árneshreppi á Ströndum norður sem varði þó raunar alla landsmenn, enda nattúrugersemar í húfi, en í því tilviki, rétt eins og tilviki laxeldisins á sunnanverðum Vestfjörðum sé alltaf spurning um hvort náttúran eigi að njóta vafans eða heimafólk í brothættum byggðum sem reyni allt hvað af taki að halda þorpunum í byggð. Og spurningin sé líka alltaf sú í þessu efni hvort afmörkuð svæði á landinu eigi einkarétt á því sem þar fer fram.

Átökin í verkalýðsfélögunum og undiraldan þar verður einnig tekin fyrir og hvort forseta Alþýðusambandsins sé ennþá sætt, en Stefán Einar sem er fyrrverandi formaður VR segir að Gylfi Arnbjörnsson eigi allt eins möguleika á að standa aðförina af sér, harkaleg orðræða nýju foringjanna og hótun þeirra um skæruverkföll á mörkum hins löglega á vinnumarkaði muni ugglaust virka fráhrindandi fyrir fjöldamarga félagsmenn sem muni jafnvel flýja yfir til annarra eða nýrra félaga sem treysti á aukinn kaupmátt fremur en ofboðslegar launahækkanir með ógurlegu verðbólgubáli.

Svo berst Eurovision í tal - og Róbert Marshall er þar beðinn um að fara með brekkusöng út til Jersúsalem að ári til að friða mannskapinn, það sé kominn tími á eitthvað gamalt og gott, en hann segir raunar sjálfur að landsmenn eigi að hætta að taka þessa keppni jafn alvarlega og þeir geri, flestir hverjir.

Ritstjórarnir eru frumsýndir öll þriðjudagvkv-öld en endursýndir í dag og eru einnig aðgeengilegr á vefnum hringbraut.is undir flipanum sjónvarp.

 

Nýjast