Eyþór hefur ekki enn svarað

Tap ársins 2017 var 5.2 milljarðar

Eyþór hefur ekki enn svarað

 Eyþór Arnalds hefur lýst því yfir að hann hafi ekkert að fela varðandi viðskipti sín og fjárfestingar hingað til. Hann hefur sagt að hann sé tilbúinn að svara fyrir hvað sem er á viðskiptaferlinum áður en kosið verður þann 26. mai nk.

 

Fjölmiðlar hafa ítrekað gert fjárhag og rekstrarstöðu Becromal Iceland ehf. á Akureyri að umtalsefni og óskað eftir svörum frá Eyþóri en hann stofnaði fyrirtækið, var stjórnarformaður þess og stór hluthafi lengi framan af.

 

Í riti Frjálsrar verslunar, 300 stærstu, sem kom út í desember 2017, koma fram eftirfarandi upplýsingar um fjárhag og afkomu Becromal Iceland ehf. vegna ársins 2016:

 

Velta fyrirtækisins nam 8.9 milljörðum króna. Tap ársins 2017 var 5.2 milljarðar króna. Heildarskuldir félagsins námu 10.8 milljörðum króna og neikvæð eiginfjárstaða (skuldir umfram eignir) var 4.5 milljarðar króna.

 

Eins og framangreindar tölur bera með sér er um skelfilega  afkomu og stöðu að ræða. Því er eðlilegt að Eyþór Arnalds stofnandi og forvígismaður Becromar Iceland ehf. til margra ára gefi skýringar á tapi og neikvæðri eiginfjárstöðu áður en kjósendur í Reykjavík ákveða hvort þeir vilja treysta honum fyrir forystu í borginni – þar á meðal fjárhag Reykjavíkurborgar.

 

 

Nýjast