Eyþór arnalds skráir eign sína í morgunblaðinu

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur skráð félag sitt, Ramses ehf., undir fjárhagslega hagsmuni borgarfulltrúa. Félagið er stærsti hluthafi Morgunblaðsins en á einnig net dótturfélaga sem halda utan um viðskiptaumsvif Eyþórs, sem hann lofaði að draga sig úr ef hann yrði kosinn í borgarstjórn.

Eyþór segist hafa minnkað aðkomu sína jafnt og þétt, en bendir á að hann sé ekki í meirihluta í borgarstjórn. „Ég er ekki í valdastöðu,“ segir Eyþór. „Ég er sveitarstjórnarmaður í minnihluta, það eru ekki mikil völd sem maður hefur í slíku, nema benda á það sem miður fer.“

Nánar á

https://stundin.is/grein/7188/eythor-arnalds-skrair-eign-sina-i-morgunbladinu-i-hagsmunaskra/