Eyþór Arnalds minnkar ekki kreppu Sjálfstæðisflokksins

Eyþór Arnalds minnkar ekki kreppu Sjálfstæðisflokksins

Morgunblaðið býður fram stjórnarmann sinn, Eyþór Arnalds, í leiðtogaprófkjöri Sjàlfstæðisflokksins í Reykjavík. Ásdís Halla Bragadóttir fékkst ekki í framboð en hún situr einnig í stjórn Moggans. Hún hefði verið mun líklegri en Eyþór til að fá einhvern stuðning í prófkjörinu.

Eyþóri er talið til tekna að hafa komið að sveitarstjórnarmálum í Árborg þar sem íbúar eru 7 þúsund en Reykjavík er um 20 sinnum stærri og fjölmennari. Flokkurinn hefur áður prófað að flytja sveitarstjórnarmann úr þorpi úti á landi og gera hann að leiðtoga listans í Reykjavík. Það mistókst algerlega. Halldór Halldórsson dugaði vel á Ísafirði. Undir forystu hans hlaut flokkurinn lökustu kosningu sögunnnar í Reykjavík, enn verri en þegar Hanna Birna eða Björn Bjarnason leiddu.

Sjálfstæðismenn í Reykjavík fara varla að gera sömu mistökin aftur með því að sækja frambjóðendur út á land.

Eyþór fór fyrir um 20 árum í prófkjör flokksins í Reykjavík en náði ekki árangri. Síðar bauð hann sig fram til forystu á Selfossi og átti að leiða flokkinn þar. Hann neyddist til að stíga til hliðar vegna atviks sem ekki var talið heppilegt fyrir stjórnmálamann.

Eyþór Arnalds ok ölvaður á ljósastaur við Kleppsveg í Reykjavík. Það sem er enn verra var að hann reyndi að blekkja lögregluna og koma sök á þáverandi eiginkonu sína með því að halda því fram að hún hafi ekið. Það þótti frekar lítilmannlegt.

Ekki tókst honum að koma af sér sökinni og varð í kjölfarið að draga sig í hlé í Árborg. Fjórum árum síðar leiddi Eyþór lista flokksins.

 Eyþór mun hafa flutt nýlega til Reykjavíkur. Frambjóðendurnir Áslaug og Kjartan hafa hins vegar búið og starfað í höfuðborginni allt sitt líf. Ætla má að þau njóti meiri stuðnings flokksmanna í Reykjavík en Eyþór getur vænst.

Á undanförnum árum hefur Eyþór Arnalds komið að ýmsum viðskiptum sem vonandi standast öll gagnrýna skoðun þegar hann stígur nú inn á vígvöll stjórnmálanna, þó flokkurinn geri ekki stífar kröfur um að frambjóðendur, þingmenn , borgarfulltrúar og aðrir hafi hreinan skjöld eins og dæmin sanna.

Sjálfstæðisflokkurinn mun halda áfram í tilvistarkreppu í Reykjavík. Eyþór Arnalds mun engan vanda leysa fyrir flokkinn.

Rtá.

 

 

Nýjast