Eyþór ætlaði sér sæti Katrínar

Borgarstjóri útskýrir á fésbók af hverju Eyþóri var vikið úr Höfða:

Eyþór ætlaði sér sæti Katrínar

Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, seg­ir í nýrri færslu á fésbók sinni að hon­um hafi komið á óvart að Eyþór Arn­alds, leiðtogi sjálf­stæðismanna í Reykja­vík, hafi mætt til fund­ar sem Dag­ur boðaði til í Höfða í fyrra­dag með borg­ar­full­trú­um og þing­mönn­um Reykja­vík­ur.

Fund­ur­inn hefði verið boðaður í til­efni af kjör­dæm­a­viku sam­kvæmt hefð í sam­ráði við Guðlaug Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra, fyrsta þingmann kjördæmsins og Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra.

„Ég heilsaði hon­um í an­dyri húss­ins og sagði hon­um hvernig í mál­inu lagi," skrifar dagur áfram á fésbok sína og minnir þar á að fund­ur­inn hafi verið ætlaður fyr­ir borg­ar­stjórn og þing­menn en fram­bjóðend­ur hefðu ekki verið boðaðir: "Ekk­ert fór á milli mála í þess­um sam­skipt­um. Þess var beðið í nokkr­ar mín­út­ur að all­ir fund­ar­menn skiluðu sér og þegar for­sæt­is­ráðherra var kom­in í hús bauð ég fund­ar­gest­um að setj­ast við lang­borð,“ seg­ir Dag­ur enn fremur.

„Þá brá svo við Eyþór geng­ur í sal­inn," skrifar Dagur "og býst til að setj­ast í auða sætið við hlið Guðlaugs, sem ætlað hafði verið fyr­ir for­sæt­is­ráðherra. Við það gerði ég at­huga­semd, ít­rekaði hvers eðlis fund­ur­inn væri, hverj­um hefði verið til hans boðið og að ég væri viss um að Vig­dís Hauks­dótt­ir hefði líka verið til í að sitja fund­inn en hann hefði ekki verið ætlaður fram­bjóðendum,“ en Vigdís mun sem kunnugt er leiða lista Miðflokks­ins í Reykja­vík.

Dag­ur seg­ir að ef áhugi væri á slík­um fundi með fram­bjóðend­um þyrfti að boða til hans sér­stak­lega: "Eyþór vék við svo búið af fund­in­um, for­sæt­is­ráðherra tók sæti sitt en ut­an­rík­is­ráðherra upp­lýsti að hann hefði boðið Eyþóri. Voru ekki höfð uppi mikið fleiri orð um þetta at­vik þótt sér­stakt hafi verið.“ Dag­ur bætir loks við að óvenju létt hafi verið yfir fund­in­um og umræður mál­efna­leg­ar.

Nýjast