Eyrún frá morgunblaðinu til kjarnans

Eyrún Magn­ús­dóttir hefur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri Kjarn­ans og hefur þegar hafið störf. Hún hefur síð­ast­liðin tæp sjö ár haft umsjón með og rit­stýrt Sunnu­dags­blaði Morgunblaðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kjarnanum.

Eyrún tekur við starfi fram­kvæmda­stjóra af Þórði Snæ Júl­í­us­syni sem gegnt hefur stöðunni samhliða rit­stjóra­starfi frá byrjun árs 2018, eftir að Hjalti Harðarson, einn eigenda miðilsins, lét af störfum. Þórður Snær mun nú ein­beita sér alfarið að rit­stjórn Kjarn­ans.

Auk þess að hafa starfað á Morgunblaðinu í tæp sjö ár starfaði hún áður sem ráðgjafi til margra ára. Þar kom hún að ýmis konar verk­efna­stjórn­un, mark­aðs- og útgáfu­málum og stefnumótunarvinnu. Hún starf­aði auk þess á RÚV á árunum 2004 til 2006 og var meðal ann­ars einn þátta­stjórn­enda Kast­ljóss á því tíma­bili. Eyrún er með BA gráðu í í hag­fræði með sagn­fræði sem auka­grein og hefur einnig lokið meist­ara­námi í stjórnun og stefnu­mótun frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Eyrún kveðst spennt fyrir nýja starfinu: „Kjarninn hefur náð að skapa sér sess sem vand­aður mið­ill þar sem áherslan er á gæði og dýpt umfjöll­un­ar. Blaða­menn og aðrir sem að Kjarn­anum standa hafa skýra sýn á hlut­verk sitt við að upp­lýsa og útskýra með almanna­hag að leið­ar­ljósi. Ég er ákaf­lega spennt að takast á við áskor­anir fram­tíð­ar­innar með þessum metn­að­ar­fulla hópi og taka þátt í að þróa Kjarn­ann áfram.“

Þórður Snær er sömuleiðis lukkulegur og segir það mik­inn feng að fá Eyrúnu til starfa: „Rekstur Kjarn­ans hefur gengið vel und­an­farin ár og er í góðu jafn­vægi. Stefna okkar sem að honum standa er að halda áfram að vaxa, styrkja stöðu Kjarn­ans í íslensku fjöl­miðlaum­hverfi og auka við þá umfangs­miklu frétta­þjón­ustu sem við veitum les­endum okkar nú þeg­ar. Eyrún hefur mikla reynslu af fjöl­miðla­starf­semi auk þess sem hún býr yfir mennt­un, þekk­ingu og hæfi­leikum til að leiða þann vöxt.“