Eyðsla án tekna

Jóhann Páll Jónsson blaðamaður skrifar pistil um útgjaldaleið án skattahækkana.  Pistillinn er á www.stundin.is   Hann skrifar:   \"Fréttablaðið fullyrti í frásögn í gær að gert væri ráð fyrir \"óbreyttri stöðu skattamála\" og sagði ríkisstjórnina sem nú er í myndun ekki ætla að ráðast í skattahækkanir.\"   Við þetta bætir Jóhann Páll þessu:  \"Viðmælendur Stundarinnar úr flokknunum kannast ekki við að þessu hafi verið slegið föstu en benda á að vissulega séu skattastefnur flokkanna ólíkar og vart muni nást samstaða um verulegar eða róttækar breyitngar á sviði skattamála.\"

 Almennnt má telja  -  skrifar Jóhann Páll  -  að mun erfiðar verði fyrir flokkanna þrjá að ná saman um tekjuöflunarleið og aðgerðir sem draga úr þennslu heldur en að sættast á aukin ríkisútgjöld og aðrar þensluhvetjandi rástafanir. 

Að þessu leyti gæti það orðið þrautin þyngri fyrir ríksstjórn þessara þriggja flokka að viðhalda efnahagslegum stöðugleika á næstu þremur árum.

[email protected]