ExxonMobil biður um undanþágur

Olíuleit á Svartahafi

ExxonMobil biður um undanþágur

Árið 2014 gengu í gildi viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi. Rússland lét krók koma á móti bragði. Landið bannaði innflutning á matvöru frá þorra þeirra ríkja sem taka þátt í þessum viðakiptaþvingunum gegn Rússlandi. Ísland hefur ekki farið varhluta af þeim skakkaföllum sem fylgja því að lokað er á innflutning matvæla frá Íslandi á markað í Rússlandi. 

Olíufélögin Rosneft og ExxonMobil biðja nú um að þau verði undanþegin banni um samvinnu olíufyrirtækja. Rosneft er rússneskt félag og ExxonMobil er bandarískt. Rex Tillerson utanríkisráðherra Bandaríkjanna var um árabil forstjóri ExxonMobil. Ekki er vitað hvort orðið verður við beiðni félagana. 

Fréttaskýrendur rifja nú upp hve litlu viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi hafa skilað. Ef olíufélögin fá heimild til samvinnu um olíuleit á Svartahafi eru þessar viðskiptaþvinganir líkast til orðnar gagnslausar. Markaðir fyrir íslenska matvöru gætu opnast á ný. 

Nánar www.bbc.com

Nýjast