Eta biðst afsökunar á hryðjuverkunum

ETA, basknesku aðskilnaðar- og hryðjuverkasamtökin á Spáni, báðust í dag afsökunar á þeim þjáningum og skaða sem þau hafa valdið fólki í 40 ára „blóðugri baráttu“ fyrir sjálfstæði Baskahéraðanna á Norður Spáni.

Talið er að ETA hafi drepið 829 manns síðan á sjötta áratug síðustu aldar þar til samtökin lýstu yfir vopnahléi árið 2011.

Í yfirlýsingu ETA segjast samtökin vilja votta virðingu sína þeim sem létu lífið og særðust í hryðjuverkum þeirra og búist er við formlegri yfirlýsingu á næstu dögum um að samtökin hafi verið lögð niður.