Espirita Santo og hvalir

Ferðlagið í kvöld með Sigmundi Erni og Lindu Blöndal:

Espirita Santo og hvalir

Ferðalagið í kvöld 19.apríl
Ferðalagið í kvöld 19.apríl

Eyjan Espirita Santo er ekki mörgum kunn. Eyjan er á Vanuatu í Suður-Kyrrahafi, hinum megin á hnettinum, nálægt miðbaug jarðar. Sigurður Ingi Ásgeirsson er í spjalli í þættinum. Hann fór í ferðalag alla leið á þennan fjarlæga stað og vann sem sjálfboðaliði við skóla sem heitir Rowhani Bahá'í School og kynntist vel innfæddum og aðstæðum þeirra.

Kíkjum til Bjarnheiðar Hallsdóttur, ferðamálafræðings sem rekur ásamt öðrum ferðaþjónustufyrirtækið Katla Travel. Fyrirtækið er líka starfandi í Þýskalandi og þannig hefur Bjarnheiður margra ára reynslu af ólíkum mörkuðum í ferðaþjónustu.

Stefán Guðmundsson ræðir við Sigmund Erni um hvalaskoðun á Húsavík sem Stefán rekur undir heitinu Gentle Giants

Linda rölti svo niður í miðbæ í blíðskaparveðri og tók erlenda ferðamenn tali.

Ferðalagið er á dagskrá frá kl. 20 -21 og svo endursýnt. Þátturinn er í umsjón Lindu Blöndal og Sigmundar Ernis.

Nýjast